Eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 22:01 Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag. Það var við hæfi að hrinda rannsókninni úr vör í dag á Alþjóðadegi svefns. „Þessi rannsókn snýst um að skoða hrotur og öndunarstopp hjá börnum og hvaða áhrif þau hafa á andlegan og líkamlegan þroska barna og þá vitsmunagetu, skólaeinkunnir og fleira,“ segir Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarfræðingur við HR og Landspítala.Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hrotur og kæfisvefn geti haft margvísleg áhrif á börn. „Þetta veldur bæði einkennum sem líkjast athyglisbresti og ofvirkni og veldur aukinni ofbeldishneigð og börnum líður ekki jafn vel. Þau eru syfjuð og í staðinn fyrir að sofna fram á borðið eins og við fullorðna fólkið gætum gert þá eru þau meira að sýna þetta með því að vera svona eins og ofvirk.“ „þeim gengur ekki jafn vel í skóla og þau sem eru verst sett þau vaxa ekki eðlilega og ná ekki að halda í sína eðlilegu vaxtakúrvu.“ Hópi barna sem fædd eru árin 2005-2010 verður boðið að taka þátt í rannsókninni.Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir.„Þetta er nú svona eiginlega fyrsta stóra rannsóknin hér á landi og þar sem má reikna með að kannski 3-4% barna séu með kæfisvefn þá er þetta allstór hópur,“ segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir. Að rannsókninni standa háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical. „Við erum að þróa nýjar greiningar til að mæla svefn og svefnraskanir ekki síst hjá börnum og það er gert með nýjum aðferðum byggðar með gervigreind,“ segir Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri Nox Medical.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira