Toppliðin í Evrópu myndu neita að mæta í nýju FIFA-keppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 16:15 Real Madrid vann heimsmeistarakeppni félagsliða í desember síðastliðnum. Getty/Michael Regan Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí. FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024. FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021. Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum. FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum. Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.Top European clubs have told Fifa they would boycott the revised Club World Cup. Find out morehttps://t.co/mVQSupb0zDpic.twitter.com/HvScxIJ35q — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga. Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum. Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí.
FIFA HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira