Besta sem hann hefur séð til Liverpool á síðastliðnu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 10:00 Sadio Mane skorar fyrra mark sitt í gær á stórglæsilegan hátt. Getty/Craig Mercer Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sem þekkir mjög vel til hjá Liverpool, var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins á móti Bayern München á Allianz Arena í München í gær. Mark Lawrenson vann þrettán titla með Liverpool á níunda áratugnum þar á meðal Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 og enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann hefur unnið fyrir BBC undanfarin ár. Lawrenson fór yfir leik Liverpool í gærkvöldi en enska liðið vann þá 3-1 útisigur á Bayern München og tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“The best I have seen them play in the past year.” Mark Lawrenson’s thoughts on Liverpool’s Champions League winhttps://t.co/6JPPGzEFBWpic.twitter.com/iYGpoqixpA — BBC Sport (@BBCSport) March 14, 2019„Frammistaða Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum í München var sú besta sem ég hef séð til liðsins á síðastliðnu ári og þá tel ég með sigurleikina sem komu Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Mark Lawrenson í pistli sínum. „Jurgen Klopp var með réttu taktíkina og Liverpool liðið gerði allt sem það þurfti að gera þessar 45 mínútur. Í stöðunni 1-1 í hálfleik var allt í jafnvægi ennþá. Ég hafði smá áhyggjur af Bayern væri að komast betur inn í leikinn rétt fyrir hálfleik en Klopp þétti vörnina í hálfleik og liðið ógnaði líka meira á hinum enda vallarins,“ skrifaði Lawrenson. „Virgil van Dijk var með enn eina klassaframmistöðuna og skoraði síðan þetta mikilvæga annað mark líka. Það var enginn að fara að stoppa hann þegar réðist á hornspyrnu James Milner. Sadio Mane var líka frábær í framlínunni en hann var ekki sá eini,“ skrifaði Lawrenson. „Mikið hefur verið fjallað um form Liverpool liðsins að undanförnu og þeir voru bara venjulegir á Old Trafford og Goodison Park. Í þessum leik sýndu þeir aftur á móti hversu erfiðir þeir eru við að eiga,“ skrifaði Lawrenson. „Þetta var stórkostleg frammistaða en um leið allt öðru vísi en sóknarveislan sem liðið bauð upp á síðasta tímabili. Þá þurfti Liverpool að skora nóg af mörkum af því þeir voru veikir fyrir í vörninni,“ sagði Lawrenson og bætti við: „Frammistaða liðsins á miðvikudagskvöldið var meira í takt við þá sem bestu liðin í álfunni sýna. Þá á ég við hvernig þeir tóku öll völd í leik á móti erfiðum mótherja og komust þægilega áfram.,“ skrifaði Lawrenson. Það má lesa allan pistil Mark Lawrenson með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07 Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00 Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Van Dijk: Frábært kvöld og magnað að skora Van Dijk og James Milner voru glaðir í kvöld. 13. mars 2019 22:07
Meistaradeildarævintýri Liverpool heldur áfram eftir sigur á Bayern Liverpool varð í kvöld fjórða enska félagið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeim tókst að slá út Bayern München á Allianz Arena í München. 13. mars 2019 22:00
Klopp: Mun horfa á markið hans Mane þúsund sinnum Jurgen Klopp segir að hann sé ánægður og geti hann hjálpað stuðningsmönnum Dortmund einnig, sé það enn betra. 13. mars 2019 22:30