Fiskikóngurinn opnar sig: „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 20:49 Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira