Sala Dominos’s á Íslandi jókst um 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem breska móðurfélagið, Domino’s Pizza Group, birti í kauphöllinni í Lundúnum í gær. Ekki er upplýst um hver hagnaður íslenska félagsins hafi verið í fyrra en tekið er fram í uppgjörinu að reksturinn hafi verið arðbær.
Salan hér á landi jókst um 1,4 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á árinu og státar Domino’s á Íslandi enn af því að vera með hæstu meðaltalssölu á hvern pitsustað sé litið til allra markaða móðurfélagsins.
Eins og fram hefur komið nam vörusala Pizza-Pizza ehf., sem á og rekur Domino’s á Íslandi, tæpum 5,5 milljörðum króna árið 2017 en sama ár hagnaðist félagið um 2,2 milljarða króna sem skýrist að langmestu leyti af söluhagnaði eignarhluta upp á meira en 1,7 milljarða króna.
Domino’s Pizza Group bætti sem kunnugt er við hlut sinn í Pizza-Pizza í lok árs 2017 og á nú ríflega 95 prósenta hlut í félaginu.
Sala Domino's á Íslandi jókst um fjögur prósent
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent
Viðskipti erlent

Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent


Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent


Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent