Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. mars 2019 06:45 Reynir Grétarsson, stjónarformaður Creditinfo. Fréttablaðið/Stefán Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. Heimildir herma að sjóðurinn hafi alls fjárfest fyrir 17 milljónir evra, jafnvirði 2,3 milljarða króna, í Creditinfo. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Actis fjárfesti upphaflega í Creditinfo árið 2016. Fyrirtækið er leiðandi fjárfestir í Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku. Fjárfestingasjóðurinn keypti nú tíu prósenta hlut af Reyni Grétarssyni, stofnanda og stjórnarformanni fyrirtækisins, sem á 68 prósenta hlut eftir söluna. Creditinfo hefur sótt fram á vanþróaðri mörkuðum sem eru í örum vexti. Fyrirtækið hefur opnað yfir 30 starfsstöðvar í fjórum heimsálfum, þar af rekur það ellefu skrifstofur í Afríku, og er með viðskipti í 45 löndum. Fram hefur komið í Markaðnum að félagið hafi vaxið um 15 prósent á ári býsna lengi. Veltan var um 38 milljónir evra í fyrra, jafnvirði 5,2 milljarða króna. Það aðstoðar lánastofnanir við að stýra áhættu tengdri útlánum. Gögnum er safnað og breytt í upplýsingar sem eru notaðar við ákvarðanatöku. „Ákvörðun Actis um frekari fjárfestingu í Creditinfo styður við og styrkir viðskiptaáætlanir fyrirtækisins,“ segir Reynir í tilkynningu. „Við höldum áfram að efla starfsemi okkar og útvíkka á mörkuðum þar sem tækni okkar styður við markmið viðskiptavina fyrirtækisins um vöxt og skjóta aðlögun að aðstæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. Heimildir herma að sjóðurinn hafi alls fjárfest fyrir 17 milljónir evra, jafnvirði 2,3 milljarða króna, í Creditinfo. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Actis fjárfesti upphaflega í Creditinfo árið 2016. Fyrirtækið er leiðandi fjárfestir í Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku. Fjárfestingasjóðurinn keypti nú tíu prósenta hlut af Reyni Grétarssyni, stofnanda og stjórnarformanni fyrirtækisins, sem á 68 prósenta hlut eftir söluna. Creditinfo hefur sótt fram á vanþróaðri mörkuðum sem eru í örum vexti. Fyrirtækið hefur opnað yfir 30 starfsstöðvar í fjórum heimsálfum, þar af rekur það ellefu skrifstofur í Afríku, og er með viðskipti í 45 löndum. Fram hefur komið í Markaðnum að félagið hafi vaxið um 15 prósent á ári býsna lengi. Veltan var um 38 milljónir evra í fyrra, jafnvirði 5,2 milljarða króna. Það aðstoðar lánastofnanir við að stýra áhættu tengdri útlánum. Gögnum er safnað og breytt í upplýsingar sem eru notaðar við ákvarðanatöku. „Ákvörðun Actis um frekari fjárfestingu í Creditinfo styður við og styrkir viðskiptaáætlanir fyrirtækisins,“ segir Reynir í tilkynningu. „Við höldum áfram að efla starfsemi okkar og útvíkka á mörkuðum þar sem tækni okkar styður við markmið viðskiptavina fyrirtækisins um vöxt og skjóta aðlögun að aðstæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira