Hlutafé skyrsölufyrirtækisins Icelandic Provisions, sem er meðal annars í eigu Mjólkursamsölunnar og íslenskra einkafjárfesta, var aukið um fjórar milljónir dala, jafnvirði tæplega 480 milljóna króna, í síðasta mánuði, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent bandaríska verðbréfaeftirlitinu.
Um er að ræða aðra hlutafjáraukningu fyrirtækisins, sem hóf sölu á skyri í Bandaríkjunum snemma árs 2016, á innan við ári en fjárfestar lögðu því til um fimm milljónir dala, sem jafngildir um 600 milljónum króna, í aukið hlutafé í maí á síðasta ári. Áður hafði skyrfyrirtækið lokið við allt að tuttugu milljóna dala hlutafjársöfnun.
Stofnendur eru fjárfestingarsjóðurinn Polaris Founders Capital og Mjólkursamsalan en í stjórn sitja meðal annars Hallbjörn Karlsson, Davíð Freyr Albertsson og Ari Edwald, forstjóri MS.
480 milljónir í Icelandic Provision Provisions
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent


Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent


Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics
Viðskipti innlent