ISIS-liðar gefast upp í massavís Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 23:00 Blys logar yfir Baghouz. AP/Maya Alleruzzo Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, sem innihalda að mestu sýrlenska Kúrda auk Araba frá norðausturhluta Sýrlands, segja bardagann um Baghouz svo gott sem yfirstaðinn, þó sókn þeirra hafi einungis hafist í gær og þá með stuðningi Bandaríkjanna, Frakklands og annarra ríkja. Loftárásir hófust á sunnudaginn og síðan þá hafa fjölmargir yfirgefið bæinn. Forsvarsmenn SDF segja um þrjú þúsund vígamenn og fjölskyldumeðlimi þeirra hafa gefist upp í dag. Mustafa Bali, talsmaður SDF, sagði Reuters að þegar búið væri að tryggja uppgjöf alls fólksins myndi árásin gegn Baghouz halda áfram.Hann sagði á Twitter fyrir skömmu að þremur konum og fjórum börnum sem tilheyra minnihlutahópi Jasída hafi verið bjargað úr þrælkun.Number of Daesh members surrendered to us since yesterday evening has risen to 3000. 3 Yazidi women and 4 children were rescued, too. — Mustafa Bali (@mustefabali) March 12, 2019 Áætlað er að nokkur hundruð ISIS-liðar, þar af lang flestir erlendir vígamenn, hafi ákveðið að vera eftir og berjast til hins síðasta. Umsátrið um Baghouz hefur staðið yfir í nokkrar vikur en flóð fjölskyldumeðlima ISIS-liða frá bænum hefur tafið sóknina verulega. Þúsundir borgara og þar af flestir eiginkonur vígamanna og börn þeirra, hafa flúið frá Baghouz á síðustu vikum. Eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að frá því í desember hafi um 60 þúsund manns yfirgefið Baghouz. Þar af hafi um sex þúsund verið vígamenn. Allir nema vígamennirnir sjálfir hafa verið fluttir í sérstakar tjaldbúðir. Þar hafa minnst 113 dáið vegna slæmra aðstæðna. Um tveir þriðju þeirra börn undir fimm ára aldri, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Meðlimir SDF-fylgjast með loftárásum í Baghouz.AP/Maya AlleruzzoSameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í búðunum. Þær voru hannaðar með um tuttugu þúsund manns í huga en þar eru nú rúmlega 66 þúsund manns. SDF segjast ekki hafa bolmagn til að annast þetta fólk. Þá flækir ástandið að stór hluti þessa hóps styður Íslamska ríkið enn af fullum krafti. Blaðamenn hafa orðið fyrir árásum svokallaðra „eiginkvenna“ ISIS-liða sem eru þó að einhverju leyti ekki minni öfgamenn en vígamennirnir sjálfir. SDF og Bandaríkin vinna nú að því að reyna að fá ríkisstjórnir heimaríkja þessa fólks og vígamanna sem eru í haldi til að taka við þeim. Sú viðleitni hefur þó ekki skilað miklum árangri og er framtíð þessa fólks óljós.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Scores surrender as offensive against IS continues near #Baghouz - #SDF#Syria pic.twitter.com/AZ0uC5K5CI— Ruptly (@Ruptly) March 12, 2019 Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, sem innihalda að mestu sýrlenska Kúrda auk Araba frá norðausturhluta Sýrlands, segja bardagann um Baghouz svo gott sem yfirstaðinn, þó sókn þeirra hafi einungis hafist í gær og þá með stuðningi Bandaríkjanna, Frakklands og annarra ríkja. Loftárásir hófust á sunnudaginn og síðan þá hafa fjölmargir yfirgefið bæinn. Forsvarsmenn SDF segja um þrjú þúsund vígamenn og fjölskyldumeðlimi þeirra hafa gefist upp í dag. Mustafa Bali, talsmaður SDF, sagði Reuters að þegar búið væri að tryggja uppgjöf alls fólksins myndi árásin gegn Baghouz halda áfram.Hann sagði á Twitter fyrir skömmu að þremur konum og fjórum börnum sem tilheyra minnihlutahópi Jasída hafi verið bjargað úr þrælkun.Number of Daesh members surrendered to us since yesterday evening has risen to 3000. 3 Yazidi women and 4 children were rescued, too. — Mustafa Bali (@mustefabali) March 12, 2019 Áætlað er að nokkur hundruð ISIS-liðar, þar af lang flestir erlendir vígamenn, hafi ákveðið að vera eftir og berjast til hins síðasta. Umsátrið um Baghouz hefur staðið yfir í nokkrar vikur en flóð fjölskyldumeðlima ISIS-liða frá bænum hefur tafið sóknina verulega. Þúsundir borgara og þar af flestir eiginkonur vígamanna og börn þeirra, hafa flúið frá Baghouz á síðustu vikum. Eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að frá því í desember hafi um 60 þúsund manns yfirgefið Baghouz. Þar af hafi um sex þúsund verið vígamenn. Allir nema vígamennirnir sjálfir hafa verið fluttir í sérstakar tjaldbúðir. Þar hafa minnst 113 dáið vegna slæmra aðstæðna. Um tveir þriðju þeirra börn undir fimm ára aldri, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Meðlimir SDF-fylgjast með loftárásum í Baghouz.AP/Maya AlleruzzoSameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í búðunum. Þær voru hannaðar með um tuttugu þúsund manns í huga en þar eru nú rúmlega 66 þúsund manns. SDF segjast ekki hafa bolmagn til að annast þetta fólk. Þá flækir ástandið að stór hluti þessa hóps styður Íslamska ríkið enn af fullum krafti. Blaðamenn hafa orðið fyrir árásum svokallaðra „eiginkvenna“ ISIS-liða sem eru þó að einhverju leyti ekki minni öfgamenn en vígamennirnir sjálfir. SDF og Bandaríkin vinna nú að því að reyna að fá ríkisstjórnir heimaríkja þessa fólks og vígamanna sem eru í haldi til að taka við þeim. Sú viðleitni hefur þó ekki skilað miklum árangri og er framtíð þessa fólks óljós.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Scores surrender as offensive against IS continues near #Baghouz - #SDF#Syria pic.twitter.com/AZ0uC5K5CI— Ruptly (@Ruptly) March 12, 2019
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53
Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54