Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 10:28 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Skipan dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við lög og íslenska ríkið braut þannig á réttindum manns sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) sem taldi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafa „augljóslega hunsað“ reglur sem giltu um skipanina. Alþingi er einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómaranna. Íslenskur maður, sem var dæmdur fyrir akstur án ökuréttinda og undir áhrifum vímuefna í Landsrétti í mars, skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann hélt því fram að hann hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir dómstólum vegna þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að yrði skipaðir í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar sumarið 2017. Nefndin hafði lagt fram lista yfir fimmtán umsækjendur sem hún taldi hæfasta. Ákvörðun ráðherrans var umdeild á sínum tíma en Alþingi samþykkti á endanum tillögu hennar þar sem brugðið var frá tillögu hæfnisnefndarinnar. Hæstiréttur dæmdi síðar tveimur umsækjendum sem voru á upphaflegum lista hæfnisnefndarinnar bætur í desember árið 2017. Taldi dómurinn að ráðherra hefði brotið stjórnsýslulög og að meðferð Alþingis hefði verið gölluð. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar yfir manninum í maí í fyrra. Taldi dómurinn að skipan Arnfríðar hefði verið lögmæt og því hafi ekki verið ástæða til að ætla að maðurinn hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óháðum dómurum. Alþingi fór ekki að lögum um skipan dómara, að mati MDE.Vísir/Vilhelm Sigríður sögð hafa augljóslega hunsað reglur MDE komst að þeirri niðurstöðu í dag að í ferlinu við skipan landsréttardómaranna hafi falist „svívirðilegt brot á reglum sem áttu við á þeim tíma“. „Það hafði skaðað það traust sem dómsvaldið í lýðræðisríki verður að vekja hjá almenningi og hafði gengið gegn kjarna þeirra grundvallarreglna að dómstólar verða að vera skipaðir samkvæmt lögum,“ segir í tilkynningu frá dómstólnum. Dómurinn byggir að miklu leyti á dómi Hæstaréttar Íslands í máli umsækjendanna sem kröfðust bóta þegar fram hjá þeim var gengið. Með honum hafi bæði dómsmálaráðherra og Alþingi verið talin hafa brotið reglur um skipan dómara við Landsrétt. Vísað er til þess að Sigríður hafi lagt fram eigin lista yfir dómaraefni án þess að gera sjálfstæða skoðun á hæfni þeirra fjögurra umsækjenda sem hún valdi sjálf og án þess að safna frekari upplýsingum eða gögnum til að styðja þá niðurstöðu hennar. „Þar að auki brást hún í að gera nákvæman samanburð á hæfni frambjóðendanna fjögurra við þá fimmtán umsækjendur sem voru taldir hæfastir eins og stjórnsýslulög krefjast almennt. Slík brot fólu í sér grundvallarágalla í heildarferlinu við skipan dómaranna fjögurra,“ segir í dómi MDE. Framkvæmdavaldið hafi tekið sér of mikið vald í vali á dómurunum fjórum og ekki hafi verið hugað að lögum sem áttu að tryggja viðunandi jafnvægi á milli framkvæmda- og löggjafarvaldsins við skipan dómaranna. „Ennfremur hunsaði dómsmálaráðherrann augljóslega viðeigandi reglur þegar hún ákvaða að skipta út fjórum af fimmtán umsækjendum fyrir fjóra aðra umsækjendur sem voru metnir minna hæfir af hæfnisnefndinni,“ segir MDE. Vísaði MDE til dóms Hæstaréttar í bótamáli umsækjendanna um að dómsmálaráðherra hafi „algerlega hunsað“ augljósa hættu fyrir orðstír umsækjendanna sem skipt var út. Sigríður hefði ekki lagt fram nægilega réttlætingu fyrir ákvörðuninni jafnvel þó að hún hefði leitað sérfræðiálits lögfræðinga ráðuneytisins. „Vísan hennar til fyrri dómarareynslu hafi ekki byggst á sjálfstæðu mati eða nýfengnum upplýsingum eða öðrum gögnum. Þannig sýndu þessi brot á landslögum einnig fram á að hún hunsaði augljóslega viðeigandi reglur á sínum tíma,“ segir MDE. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi.Vísir/EPA Hefðu átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni Alþingi fær einnig ákúrur frá MDE vegna meðferðar þess á tillögunni sem ráðherra lagði fram. Hæstiréttur Íslands hafi túlkað lög um skipan Landsréttar þannig að þingið hefði átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni í sérstakri atkvæðagreiðslu. Þess í stað hafi þingið samþykkt allan listann í einni atkvæðagreiðslu. „Með því að bregðast í að gera það veik Alþingi einnig frá gildandi reglum í skipunarferlinu sem það ákvað sjálft í fyrri lagasetningu,“ segir MDE. Hæstiréttur taldi á sínum tíma að brot ráðherra og Alþingi á reglum í skipunarferlinu þýddu ekki að maðurinn hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð. MDE segir að sú niðurstaða skipti ekki máli fyrir dóminn í dag. Hæstiréttur Íslands hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort að skipan Arnfríðar hefði verið ólögmæt. Sjö dómarar dæmdu í málinu, þar á meðal Róbert Spanó frá Íslandi. Tveir dómarar skiluðu séráliti. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Skipan dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við lög og íslenska ríkið braut þannig á réttindum manns sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) sem taldi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafa „augljóslega hunsað“ reglur sem giltu um skipanina. Alþingi er einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómaranna. Íslenskur maður, sem var dæmdur fyrir akstur án ökuréttinda og undir áhrifum vímuefna í Landsrétti í mars, skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann hélt því fram að hann hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir dómstólum vegna þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að yrði skipaðir í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar sumarið 2017. Nefndin hafði lagt fram lista yfir fimmtán umsækjendur sem hún taldi hæfasta. Ákvörðun ráðherrans var umdeild á sínum tíma en Alþingi samþykkti á endanum tillögu hennar þar sem brugðið var frá tillögu hæfnisnefndarinnar. Hæstiréttur dæmdi síðar tveimur umsækjendum sem voru á upphaflegum lista hæfnisnefndarinnar bætur í desember árið 2017. Taldi dómurinn að ráðherra hefði brotið stjórnsýslulög og að meðferð Alþingis hefði verið gölluð. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar yfir manninum í maí í fyrra. Taldi dómurinn að skipan Arnfríðar hefði verið lögmæt og því hafi ekki verið ástæða til að ætla að maðurinn hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óháðum dómurum. Alþingi fór ekki að lögum um skipan dómara, að mati MDE.Vísir/Vilhelm Sigríður sögð hafa augljóslega hunsað reglur MDE komst að þeirri niðurstöðu í dag að í ferlinu við skipan landsréttardómaranna hafi falist „svívirðilegt brot á reglum sem áttu við á þeim tíma“. „Það hafði skaðað það traust sem dómsvaldið í lýðræðisríki verður að vekja hjá almenningi og hafði gengið gegn kjarna þeirra grundvallarreglna að dómstólar verða að vera skipaðir samkvæmt lögum,“ segir í tilkynningu frá dómstólnum. Dómurinn byggir að miklu leyti á dómi Hæstaréttar Íslands í máli umsækjendanna sem kröfðust bóta þegar fram hjá þeim var gengið. Með honum hafi bæði dómsmálaráðherra og Alþingi verið talin hafa brotið reglur um skipan dómara við Landsrétt. Vísað er til þess að Sigríður hafi lagt fram eigin lista yfir dómaraefni án þess að gera sjálfstæða skoðun á hæfni þeirra fjögurra umsækjenda sem hún valdi sjálf og án þess að safna frekari upplýsingum eða gögnum til að styðja þá niðurstöðu hennar. „Þar að auki brást hún í að gera nákvæman samanburð á hæfni frambjóðendanna fjögurra við þá fimmtán umsækjendur sem voru taldir hæfastir eins og stjórnsýslulög krefjast almennt. Slík brot fólu í sér grundvallarágalla í heildarferlinu við skipan dómaranna fjögurra,“ segir í dómi MDE. Framkvæmdavaldið hafi tekið sér of mikið vald í vali á dómurunum fjórum og ekki hafi verið hugað að lögum sem áttu að tryggja viðunandi jafnvægi á milli framkvæmda- og löggjafarvaldsins við skipan dómaranna. „Ennfremur hunsaði dómsmálaráðherrann augljóslega viðeigandi reglur þegar hún ákvaða að skipta út fjórum af fimmtán umsækjendum fyrir fjóra aðra umsækjendur sem voru metnir minna hæfir af hæfnisnefndinni,“ segir MDE. Vísaði MDE til dóms Hæstaréttar í bótamáli umsækjendanna um að dómsmálaráðherra hafi „algerlega hunsað“ augljósa hættu fyrir orðstír umsækjendanna sem skipt var út. Sigríður hefði ekki lagt fram nægilega réttlætingu fyrir ákvörðuninni jafnvel þó að hún hefði leitað sérfræðiálits lögfræðinga ráðuneytisins. „Vísan hennar til fyrri dómarareynslu hafi ekki byggst á sjálfstæðu mati eða nýfengnum upplýsingum eða öðrum gögnum. Þannig sýndu þessi brot á landslögum einnig fram á að hún hunsaði augljóslega viðeigandi reglur á sínum tíma,“ segir MDE. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi.Vísir/EPA Hefðu átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni Alþingi fær einnig ákúrur frá MDE vegna meðferðar þess á tillögunni sem ráðherra lagði fram. Hæstiréttur Íslands hafi túlkað lög um skipan Landsréttar þannig að þingið hefði átt að greiða atkvæði um hvert og eitt dómaraefni í sérstakri atkvæðagreiðslu. Þess í stað hafi þingið samþykkt allan listann í einni atkvæðagreiðslu. „Með því að bregðast í að gera það veik Alþingi einnig frá gildandi reglum í skipunarferlinu sem það ákvað sjálft í fyrri lagasetningu,“ segir MDE. Hæstiréttur taldi á sínum tíma að brot ráðherra og Alþingi á reglum í skipunarferlinu þýddu ekki að maðurinn hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð. MDE segir að sú niðurstaða skipti ekki máli fyrir dóminn í dag. Hæstiréttur Íslands hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort að skipan Arnfríðar hefði verið ólögmæt. Sjö dómarar dæmdu í málinu, þar á meðal Róbert Spanó frá Íslandi. Tveir dómarar skiluðu séráliti.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira