Bíða dóms fyrir gróf brot gegn börnum sínum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2019 07:00 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum. Fréttablaðið/Anton Brink Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum. Verði þau fundin sek mega þau eiga von á nokkurra ára fangelsisdómi en samkvæmt dómaframkvæmdinni hafa fangelsisdómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum í nánu sambandi verið á bilinu þrjú til sex ár. Saksóknari vísaði til þess við lok málflutnings í síðustu viku að í málinu stæðu sérstök rök til refsiþyngingar, til að mynda samverknaður beggja ákærðu í brotunum og ungur aldur þolendanna. Við þingfestingu málsins í nóvember síðastliðnum játuðu hjónin hluta brotanna sem þeim eru gefin að sök en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau eru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Börnin krefjast samtals 8,5 milljóna í skaðabætur. Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum. Verði þau fundin sek mega þau eiga von á nokkurra ára fangelsisdómi en samkvæmt dómaframkvæmdinni hafa fangelsisdómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum í nánu sambandi verið á bilinu þrjú til sex ár. Saksóknari vísaði til þess við lok málflutnings í síðustu viku að í málinu stæðu sérstök rök til refsiþyngingar, til að mynda samverknaður beggja ákærðu í brotunum og ungur aldur þolendanna. Við þingfestingu málsins í nóvember síðastliðnum játuðu hjónin hluta brotanna sem þeim eru gefin að sök en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau eru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Börnin krefjast samtals 8,5 milljóna í skaðabætur.
Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira