Pressa á Ronaldo fyrir leik kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. mars 2019 13:00 Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á dögunum. Getty/Salvatore Laporta Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira