Segir hægt að draga úr skemmdum vegna myglu með ábyrgari byggingariðnaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2019 19:15 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu Vísir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45