Umfjöllun: ÍR - Njarðvík 87-79 | Oddaleikur í Ljónagryfjunni á mánudag Árni Jóhannsson skrifar 29. mars 2019 22:45 vísir/bára Fjórða leiks ÍR og Njarðvíkur í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í körfuknattleik var beðið með mikilli eftirvæntingu en hann fór fram fyrr í kvöld í Hertz hellinum í Breiðholti. Búist var við mikilli spennu og hún varð en var öðruvísi en menn áttu kannski von á. Gleðispenna Breiðhyltinga yfir því að komast í fjóðra leikinn gerði það að verkum að ÍR fór eiginlega léttilega í gegnum gestina og tryggðu sér oddaleik sem fram fer í Ljónagryfjunni á mánudaginn næstkomandi. Lokatölur 87-79 og ÍR verðskuldaður sigurvegari. ÍR var liðið sem mætti tilbúið til leiks en eftir fimm sekúndur var Matthías Orri Sigurðarson búinn að senda þriggja stiga körfu í gegnum hringinn og setja tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn læstu vörninni sinni og Njarðvíkingar voru slegnir út af laginu og tók það þá nærrum því átta mínútur að ná tíu stigum á töfluna. Á meðan léku ÍR-ingar við hvern sinn fingur í sókninni og náðu góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-15. Annar leikhluti var á svipuðum nótum en Njarðvíkingar reyndu eins og þeir gátu að komast á sprett en ÍR-ingar voru alltaf með svör við aðgerðum þeirra. Næst komust gestirnir fjórum stigum í öðrum leikhluta en munurinn endaði í níu stigum þegar lið gengu til búningsherbergja, 41-32 og áttu það fyllilega skilið. Stuðningsmenn Njarðvíkur vonuðust líklega að hálfleiksræðan myndi hleypa þeim af stað en það var á hinn veginn því heimamenn í ÍR gengu berserksgang og náðu að auka muninn í 20 stig þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Njarðvíkingar reyndu allskonar varnarafbrigði en skipulag heimamanna var greinilega upp á 10 því alltaf fundu þeir leið að körfunni annaðhvort fyrir utan þriggja stiga körfuna eða inn í teig. Fyrir lokaleikhlutann voru heimamenn með 14 stiga forskot en Logi Gunnarsson, sem var sá eini sem virtist vera að reyna, skoraði þriggja stiga körfu undir lok þriðja leikhluta til að kveikja í sínum stuðningsmönnum. Allt kom fyrir ekki og stemmningin í ÍR liðinu leyfði gestunum ekki að komast nálægt sér. Það er að segja þangað til í lokin þegar Njarðvíkingar náðu loksins á sprett og minnkuðu muninn niður í sjö stig þegar um mínúta var eftir sem gerði það að verkum að það fór um áhorfendur í stúkunni. Leikmenn ÍR héldu þó haus og sigldu heim sigrinum og farseðlinum í oddaleikinn á mánudag. Lokatölur 87-79 en munurinn á liðunum var meiri en þessi átta stig skal ég segja ykkur.Afhverju vann ÍR?Aftur voru þeir liðið sem vildu þetta meira. Eins og Matthías Orri sagði í viðtali eftir leik þá er það allt öðruvísi að spila körfubolta þegar menn hafa gaman að því. ÍR lék við hvern sinn fingur en Njarðvíkingar voru beygðir og litu út fyrir að hafa ekkert í ÍR-inga að gera. Vörnin var ógurleg hjá ÍR og fylgdi sóknin í kjölfarið. Það er mjög góð blanda til að vinna körfuboltaleik og því eru ÍR-ingar verðskuldaðir sigurvegarar í kvöld.Bestu menn vallarins?Matthías Orri Sigurðarson fór fyrir sínum mönnum og rak heldur betur af sér slyðruorðið frá því í seinasta leik. Hann skilaði 23 stigum og hélt sínum mönnum við efnið þegar það leit út fyrir að gestirnir ætluðu að ná einhverjum takti í varnarleik sínum. Hann hitti stórum þriggja stiga skotum og sótti vel á körfuna þegar á þurfti að halda. Matti fékk mikla hjálp frá félögum sínum en þrír ÍR-ingar voru með yfir 20 framlagspunkta og flestir með yfir 10 slíka. Hjá Njarðvík er bara hægt að tala um Loga Gunnarss. sem virtist vera sá eini sem langaði bara ekkert í oddaleik. Hann skoraði 15 stig og reyndi að keyra sína menn í gang. Mario Matasovic reyndi síðan að berjast og endaði með 25 framlagspunkta en það fór lítið fyrir honum á löngum köflum samt sem áður.Hvað gekk illa?Njarðvíkingar gengu í gegnum mjög erfiðan tíma í kvöld þar sem allt gekk í raun og veru illa. Þeir voru illa stemmdir, slegnir út af laginu í sókninni og gátu ekki varist ÍR með nógu góðum hætti.Tölfræði sem vakti athygliLeikurinn var jafn í ca. fimm sekúndur en eftir það var ÍR með forskotið. Hvað næst?Fallegastu orð íslenskrar tungu gætu verið oddaleikur í Ljónagryfjunni og það er akkúrat það sem við fáum og fagna áhangendur íslensks körfubolta því. Allir nema kannski stuðningsmenn Njarðvíkur. Leikurinn fer fram á mánudag og undirritaður getur ekki beðið.Matthías Orri: Ég var staðráðinn í það að sýna hvað ég er í raun og veru „Vá hvað þetta var geggjað. Það breytir svo miklu þegar þú hefur gaman að því að spila körfubolta. Það var gaman að vera á vellinum og þá leggur maður sig mikið meira fram og það lyftist allt saman upp og allir koma með. Þetta var bara frábært kvöld í Breiðholtinu“, sagði besti maður vallarins í kvöld hann Matthías Orri Sigurðarson þegar hann var spurður að því hvort honum hafi fundist þetta jafn geggjuð frammistaða hjá ÍR og blaðamanni. Hann skoraði ekki stig í þriðja leiknum sem fram fór í Ljónagryfjunni á miðvikudaginn síðasta en sallaði niður 23 stigum í kvöld. Var hann spurður út í hvað hafi breyst á milli leikja hjá honum persónulega. „Ég var kominn í einhverja gryfju eftir þennan leik, þriðja leikinn í röð þar sem mér finnst ég ekki vera að standa mig en ég set mikla ábyrgð á sjálfan mig að standa mig vel. Bæði fyrir mig sjálfan og fyrir liðið mitt. Ég fór bara og skoðaði aðeins leikina og leit á þetta sem nýja áskorun, ég hef aldrei ekki skorað stig í körfuboltaleik áður og þetta var bara nýr leikur fyrir mig“. „Ég á svo bara rosalega góða að sem hjálpuðu mér því þetta var pínu erfitt en ég var staðráðinn í það að sýna hvað ég er í raun og veru og hvað ég geri þegar það gengur illa. Ekki bara fyrir sjálfan mig heldur fyrir liðið mitt. Liðið var fyrst og fremst frábært í kvöld. Alveg sama hvað ég gerði þá var það liðið sem var frábært í kvöld“. Matthís var svo að lokum spurður að því við hverju við ættum að búast á mánudaginn í Ljónagryfjunni. „Látum. Gleði vonandi aftur, jöfnum leik og sigurkörfu sitt hvorum megin myndi ég halda fljótt á litið. Við erum ógeðslega spenntir fyrir þessu, það er ekkert betra en oddaleikur og það er gaman að vera í Njarðvík. Þetta er lítill völlur og mikil læti. Við getum bara ekki beðið eftir þessu“.Elvar Már: Gátum bara ekki neitt Leikstjórnandi Njarðvíkinga, Elvar Már Friðriksson, var eins og gefur að skilja mjög súr eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld og var spurður hvort hans menn hefðu bara ekki mætt tilbúnir til leiks í kvöld. „Það var bara nokkuð augljóst. Við ætluðum að koma og klára þetta lið í kvöld en við vorum bara glataðir“. Hann var beðinn um útskýringu og spurður að því hvort einhver beygur hafi verið í hans mönnum. „Ég bara veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við þurfum að skoða leikinn aftur og sjá hvað við getum gert betur, við vorum bara ekki góðir í dag. Það var bæði vörnin þeirra og léleg sókn hjá okkur sem var að klikka. Þeir ýttu okkur út úr okkar aðgerðum en við vorum bara allt of staðir. Gátum bara ekki neitt“. Elvar var að lokum spurður að því hvernig hann sæi oddaleikinn fyrir sér. Njarðvíkingar þurfa heldur betur að mæta til leiks þá. „Ég ætla rétt að vona að við mætum því við ætlum að vinna oddaleikinn. Það er nokkuð augljóst“. Dominos-deild karla
Fjórða leiks ÍR og Njarðvíkur í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í körfuknattleik var beðið með mikilli eftirvæntingu en hann fór fram fyrr í kvöld í Hertz hellinum í Breiðholti. Búist var við mikilli spennu og hún varð en var öðruvísi en menn áttu kannski von á. Gleðispenna Breiðhyltinga yfir því að komast í fjóðra leikinn gerði það að verkum að ÍR fór eiginlega léttilega í gegnum gestina og tryggðu sér oddaleik sem fram fer í Ljónagryfjunni á mánudaginn næstkomandi. Lokatölur 87-79 og ÍR verðskuldaður sigurvegari. ÍR var liðið sem mætti tilbúið til leiks en eftir fimm sekúndur var Matthías Orri Sigurðarson búinn að senda þriggja stiga körfu í gegnum hringinn og setja tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn læstu vörninni sinni og Njarðvíkingar voru slegnir út af laginu og tók það þá nærrum því átta mínútur að ná tíu stigum á töfluna. Á meðan léku ÍR-ingar við hvern sinn fingur í sókninni og náðu góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-15. Annar leikhluti var á svipuðum nótum en Njarðvíkingar reyndu eins og þeir gátu að komast á sprett en ÍR-ingar voru alltaf með svör við aðgerðum þeirra. Næst komust gestirnir fjórum stigum í öðrum leikhluta en munurinn endaði í níu stigum þegar lið gengu til búningsherbergja, 41-32 og áttu það fyllilega skilið. Stuðningsmenn Njarðvíkur vonuðust líklega að hálfleiksræðan myndi hleypa þeim af stað en það var á hinn veginn því heimamenn í ÍR gengu berserksgang og náðu að auka muninn í 20 stig þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Njarðvíkingar reyndu allskonar varnarafbrigði en skipulag heimamanna var greinilega upp á 10 því alltaf fundu þeir leið að körfunni annaðhvort fyrir utan þriggja stiga körfuna eða inn í teig. Fyrir lokaleikhlutann voru heimamenn með 14 stiga forskot en Logi Gunnarsson, sem var sá eini sem virtist vera að reyna, skoraði þriggja stiga körfu undir lok þriðja leikhluta til að kveikja í sínum stuðningsmönnum. Allt kom fyrir ekki og stemmningin í ÍR liðinu leyfði gestunum ekki að komast nálægt sér. Það er að segja þangað til í lokin þegar Njarðvíkingar náðu loksins á sprett og minnkuðu muninn niður í sjö stig þegar um mínúta var eftir sem gerði það að verkum að það fór um áhorfendur í stúkunni. Leikmenn ÍR héldu þó haus og sigldu heim sigrinum og farseðlinum í oddaleikinn á mánudag. Lokatölur 87-79 en munurinn á liðunum var meiri en þessi átta stig skal ég segja ykkur.Afhverju vann ÍR?Aftur voru þeir liðið sem vildu þetta meira. Eins og Matthías Orri sagði í viðtali eftir leik þá er það allt öðruvísi að spila körfubolta þegar menn hafa gaman að því. ÍR lék við hvern sinn fingur en Njarðvíkingar voru beygðir og litu út fyrir að hafa ekkert í ÍR-inga að gera. Vörnin var ógurleg hjá ÍR og fylgdi sóknin í kjölfarið. Það er mjög góð blanda til að vinna körfuboltaleik og því eru ÍR-ingar verðskuldaðir sigurvegarar í kvöld.Bestu menn vallarins?Matthías Orri Sigurðarson fór fyrir sínum mönnum og rak heldur betur af sér slyðruorðið frá því í seinasta leik. Hann skilaði 23 stigum og hélt sínum mönnum við efnið þegar það leit út fyrir að gestirnir ætluðu að ná einhverjum takti í varnarleik sínum. Hann hitti stórum þriggja stiga skotum og sótti vel á körfuna þegar á þurfti að halda. Matti fékk mikla hjálp frá félögum sínum en þrír ÍR-ingar voru með yfir 20 framlagspunkta og flestir með yfir 10 slíka. Hjá Njarðvík er bara hægt að tala um Loga Gunnarss. sem virtist vera sá eini sem langaði bara ekkert í oddaleik. Hann skoraði 15 stig og reyndi að keyra sína menn í gang. Mario Matasovic reyndi síðan að berjast og endaði með 25 framlagspunkta en það fór lítið fyrir honum á löngum köflum samt sem áður.Hvað gekk illa?Njarðvíkingar gengu í gegnum mjög erfiðan tíma í kvöld þar sem allt gekk í raun og veru illa. Þeir voru illa stemmdir, slegnir út af laginu í sókninni og gátu ekki varist ÍR með nógu góðum hætti.Tölfræði sem vakti athygliLeikurinn var jafn í ca. fimm sekúndur en eftir það var ÍR með forskotið. Hvað næst?Fallegastu orð íslenskrar tungu gætu verið oddaleikur í Ljónagryfjunni og það er akkúrat það sem við fáum og fagna áhangendur íslensks körfubolta því. Allir nema kannski stuðningsmenn Njarðvíkur. Leikurinn fer fram á mánudag og undirritaður getur ekki beðið.Matthías Orri: Ég var staðráðinn í það að sýna hvað ég er í raun og veru „Vá hvað þetta var geggjað. Það breytir svo miklu þegar þú hefur gaman að því að spila körfubolta. Það var gaman að vera á vellinum og þá leggur maður sig mikið meira fram og það lyftist allt saman upp og allir koma með. Þetta var bara frábært kvöld í Breiðholtinu“, sagði besti maður vallarins í kvöld hann Matthías Orri Sigurðarson þegar hann var spurður að því hvort honum hafi fundist þetta jafn geggjuð frammistaða hjá ÍR og blaðamanni. Hann skoraði ekki stig í þriðja leiknum sem fram fór í Ljónagryfjunni á miðvikudaginn síðasta en sallaði niður 23 stigum í kvöld. Var hann spurður út í hvað hafi breyst á milli leikja hjá honum persónulega. „Ég var kominn í einhverja gryfju eftir þennan leik, þriðja leikinn í röð þar sem mér finnst ég ekki vera að standa mig en ég set mikla ábyrgð á sjálfan mig að standa mig vel. Bæði fyrir mig sjálfan og fyrir liðið mitt. Ég fór bara og skoðaði aðeins leikina og leit á þetta sem nýja áskorun, ég hef aldrei ekki skorað stig í körfuboltaleik áður og þetta var bara nýr leikur fyrir mig“. „Ég á svo bara rosalega góða að sem hjálpuðu mér því þetta var pínu erfitt en ég var staðráðinn í það að sýna hvað ég er í raun og veru og hvað ég geri þegar það gengur illa. Ekki bara fyrir sjálfan mig heldur fyrir liðið mitt. Liðið var fyrst og fremst frábært í kvöld. Alveg sama hvað ég gerði þá var það liðið sem var frábært í kvöld“. Matthís var svo að lokum spurður að því við hverju við ættum að búast á mánudaginn í Ljónagryfjunni. „Látum. Gleði vonandi aftur, jöfnum leik og sigurkörfu sitt hvorum megin myndi ég halda fljótt á litið. Við erum ógeðslega spenntir fyrir þessu, það er ekkert betra en oddaleikur og það er gaman að vera í Njarðvík. Þetta er lítill völlur og mikil læti. Við getum bara ekki beðið eftir þessu“.Elvar Már: Gátum bara ekki neitt Leikstjórnandi Njarðvíkinga, Elvar Már Friðriksson, var eins og gefur að skilja mjög súr eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld og var spurður hvort hans menn hefðu bara ekki mætt tilbúnir til leiks í kvöld. „Það var bara nokkuð augljóst. Við ætluðum að koma og klára þetta lið í kvöld en við vorum bara glataðir“. Hann var beðinn um útskýringu og spurður að því hvort einhver beygur hafi verið í hans mönnum. „Ég bara veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við þurfum að skoða leikinn aftur og sjá hvað við getum gert betur, við vorum bara ekki góðir í dag. Það var bæði vörnin þeirra og léleg sókn hjá okkur sem var að klikka. Þeir ýttu okkur út úr okkar aðgerðum en við vorum bara allt of staðir. Gátum bara ekki neitt“. Elvar var að lokum spurður að því hvernig hann sæi oddaleikinn fyrir sér. Njarðvíkingar þurfa heldur betur að mæta til leiks þá. „Ég ætla rétt að vona að við mætum því við ætlum að vinna oddaleikinn. Það er nokkuð augljóst“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum