Hugur ráðherra hjá starfsfólki WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 12:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira