Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:00 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, við bílastæðið hjá Kirkjufellsfossi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50