Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Árni Jóhannsson skrifar 25. mars 2019 21:47 Pavel var frábær í kvöld. vísir/pjetur „Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
„Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15