Gronkowski leggur skóna á hilluna við hliðina á þremur verðlaunapeningum úr frá Ofurskálinni, úrslitaleiknum í bandarísku NFL deildinni. Nýjasti peningurinn bættist í safnið í byrjun árs þegar Patriots vann Los Angeles Rams.
Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli.
Hann greindi frá ákvörðun sinni um að hætta með langri færslu á Instagram í gærkvöldi.
„Þetta byrjaði allt þegar ég var tvítugur og draumar mínir rættust. Núna er ég að verða þrítugur og að taka stærstu ákvörðun lífs míns til þessa. Í dag hætti ég að spila fótbolta,“ sagði Gronkowski.