Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum. Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum.
Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira