Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum. Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Neytendur ólöglegra fíkniefna í æð geta gert það í öruggu neyslurými undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Þingmenn voru almennt jákvæðir gagnvart frumvarpinu þegar ráðherra mælti fyrir því á Alþingi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag sem felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. „Neyslurými er skilgreint í þessu frumvarpi sem lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar átján ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna. Þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingarvarna,” sagði Svandís.Starfrækt víða um Evrópu Neyslurými sem þessi hafa verið starfrækt víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þau gefist vel. Dregið úr götuglæpum og dauðsföll vegna ofnotkunar hafa minnkað mikið eða horfið. En heilbrigðisráðherra segir eitt markmiða frumvarpsins einmitt vera að draga úr þeim skaða sem neysla þessarra efna hefur á neytendurna sjálfa og umhverfi þeirra. Um 450 einstaklingar hafi nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar á hverju ári og þörfin fyrir þjónustuna fari vaxandi en þar geta fíklar ekki neytt efnanna. „Þá hef ég ákveðið nú þegar að veita 50 milljónum króna styrk til stofnunar og reksturs neyslurýmis á grundvelli þessara laga þar sem þörfin er talin hvað brýnust,” tilkynnti heilbrigðisráðherra. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni lýstu stuðningi sínum við málið en spurðu meðal annars út í samstarf við lögregluna við framkvæmdina. Píratar fagna þessu skrefi en vilja ganga lengra enda hefði stefnan í málaflokknum lítið breyst frá árinu 1974.Halldóra ánægð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, sagði til að mynda að neytendum ætti að vera heimilt að hafa á sér tiltekið magn neysluskammta. „Ég vil svo hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til frekari dáða í því að stíga hér áfram braut skaðaminnkunar og afglæpavæðingar. Ef markmiðið er að byggja hér upp samfélag sem byggir á samkennd og umhyggju fyrir náunganum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut,” sagði Halldóra. Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss, ræddi fíkniefnastríðið við Heimi Má Pétursson fréttamann í Íslandi í dag hinn 21. maí 2015 en hún var þá stödd hér á landi í boði Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi. Dreifuss situr ásamt rúmlega tuttugu fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á heimsbyggðina um að breyta stefnunni í fíkniefnamálum.
Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira