Sjómannafélag Íslands vill hunsa úrskurð Félagsdóms Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 09:41 Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi. Foringjar SÍ hafa engin áform uppi um að hvika frá þeim fyrirætlunum. visir/vilhelm Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar. Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Þrátt fyrir afgerandi úrskurð Félagsdóms, þar sem brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr SÍ var dæmdur ólögmætur og að hún hafi kjörgengi hefur Sjómannafélag Íslands engar fyrirætlanir um að endurtaka kosningar sem fram fóru á síðasta aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þar var Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, sjálfkjörinn formaður eftir að listi Heiðveigar Maríu Einarsdóttur var úrskurðaður ógildur af hálfu foringja félagsins.Ætla sér ekki að endurtaka kosningarnar Jónas Þór Jónasson lögmaður Sjómannafélags Íslands hefur svarað erindi sjómannanna Arnars Leós Árnasonar og Sigurðar Þórðar Jónssonar sem kröfðust í ljósi úrskurðarins að kosningarnar yrðu endurteknar. Stjórn SÍ hefur engin slík áform uppi.Lögmaður SÍ hefur vísað erindi Sigurður Þórðar og Arnars Leós til föðurhúsanna. Kosningar verða ekki endurteknar.„Þó svo að í dómi Félagsdóms hafi margnefnd 3ja ára regla verið talin andstæð 1. málslið 1. málsgreinar 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þá standa eftir tveir annmarkar á mótframboðinu, sem leiða eftir sem áður til ólögmæti þess. Er engin heimild í lögum félagsins til þess að endurupptaka og/eða breyta framangreindum bindandi úrskurði kjörstjórnar og þar sem framangreindar forsendur hans eru óbreyttar stendur niðurstaða úrskurðarins um úrslit stjórnarkosninga í félaginu,“ segir meðal annars í bréfi sem Jónas Þór undirritar fyrir hönd kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands.Mikil ólga meðal sjómanna Verulegar ólgu gætir meðal sjómanna sem Vísir hefur rætt við auk þeirra Arnars Leós og Sigurðar Þórðar og þeir farnir að velta því fyrir sér hverju valdi því að menn þverskallist við að opna dyr sínar? Hverju sé verið að leyna? Ekki er orðum aukið að þeir sem Vísir hefur rætt við séu reiðir. Þá hafa sjómenn þungar áhyggjur af því að félagið sé búið að mála sig út í horn, ekkert annað félag sjái fyrir sér að geta átt með því samleið til dæmis vegna kjaraviðræðna, svo mjög hafi það traðkað á lýðræðislegum sjónarmiðum.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar. Þær undirbúa nú aðra kæru á hendur félaginu.visir/vilhelmVísir sendi Bergi Þorkelssyni fyrirspurn fyrr í þessum mánuði í kjölfar þess að SÍ sendu Heiðveigu Maríu bréf og buðu henni að koma aftur í félagið nokkuð sem hún hafnaði alfarið á þeim forsendum að hún líti svo á að brottrekstur hennar hafi verið ólögmætur. Þar er meðal annars spurt hvort til greina komi af hálfu félagsins að endurtaka kosningarnar sem Félagsdómur hefur dæmt ólöglegar? En, Bergur hefur ekki komið því við að svara. Nú liggur hins vegar fyrir að foringjar félagsins hafa ekki hugsað sér að líta til úrskurðar Félagsdóms í neinu því sem nýr að hugsanlegu endurnýjuðu stjórnarkjöri.Önnur kæra á hendur SÍ í farvatninu Vísir ræddi við Kolbrúnu Garðarsdóttur, lögmann Heiðveigar Maríu, og hún segist hafa sent félaginu bréf sem stílað er á Jónas Þór lögmann. Þar segir meðal annars að afar mikilvægt sé að hann geri forsvarsmönnum félagsins grein fyrir því að „dómur Félagsdóms um ólögmæti 3 ára takmörkunar til kjörgengis felur í sér að kjörgengi var almennt ekki til staðar fyrir ótilgreindan hóp félagsmanna og það eitt þýðir að kosningarnar verði að auglýsa að nýju og öllum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Lög félagsins girða ekki fyrir að hægt er að kalla saman aukaaðalfund og ná sátt um dagsetningar og annað varðandi málið.“ Kolbrún segir að nú stefni allt í að Sjómannafélag Íslands verði kært aftur til Félagsdóms, það sé nú til skoðunar.
Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Stjórnsýsla Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43