NPA í Reykjavík – sigur fatlaðs fólks Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 20. mars 2019 18:06 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar