Seldi eigur sambýliskonu sinnar á Facebook eftir að hún flúði í Kvennaathvarfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 16:04 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum. Maðurinn auglýsti eigur konunnar til sölu á Facebook þrátt fyrir að hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að nálgast þær. Áður hafði komið fram að maðurinn hafði ekki afhent konunni búslóð hennar að fullu, samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness árið 2017. Þar krafðist konan þess að munirnir yrðu teknir úr vörslu mannsins en í þessu máli krafði hún manninn um skaðabætur að upphæð 1,5 milljóna króna.„Þarft enga löggu eða vesen“ Forsaga málsins er sú að fólkið var í sambúð og eignuðust saman börn. Þau slitu samvistum árið 2016 en konan flutti út af heimilinu og fór í Kvennaathvarfið ásamt börnum þeirra. Í málinu lágu fyrir útprentanir af fernum smáskilaboðum sem maðurinn sendi konunni eftir samvistarslitin í mars 2016. Í skilaboðunum biður maðurinn konuna ítrekað um að hitta sig og segir hana ekki þurfa „löggu eða vesen“, en fyrir liggur að konan fór á heimili mannsins í lögreglufylgd degi áður en hann neitaði að afhenda eigur hennar. Í fyrstu skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Hef ekkert heyrt frá þér líka varðandi dótið þitt hvort þú vilt fötin þín. Ég verð þá að láta fara með þau í Rauða Krossinn.“ Í þriðju skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Er mjög til í að þú kíkir á mig í kvöld eða morgun og ég hjálpa þér að fylla bílinn. Þarft enga löggu eða vesen. Vil að börnin hafi e-h og þú átt dót og snyrtidót. Eina sem ég bið um í staðinn er stutt spjall yfir kaffi og að fá að kveðja börnin á facetime fyrir háttatíma á morgun.“ Ilmvötn, veski, snyrtivörur og sjónvörp Þá liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanna fólksins. Í tölvupósti lögmanns konunnar til lögmanns mannsins í maí 2016 kemur fram að konan hafi ekki enn fengið eigur sínar þrátt fyrir tvær tilraunir hennar til að sækja þær með lögreglu. Konan varð svo vör við það að maðurinn væri að auglýsa eigur hennar til sölu á sölusíðu á Facebook. Í framhaldinu ítrekaði lögmaður konunnar í fjórum tölvupóstum á tímabili fram til september ársins 2016 hvort mögulegt sé að konan geti nálgast eigur sínar, en fékk engin svör. Einnig var farið yfir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem maðurinn auglýsir til sölu ýmsa muni, meðal annars ilmvötn fyrir konur, kvenmannsveski og snyrtivörur. Einnig liggja fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem vinkona mannsins auglýsir til sölu ýmsa muni sem konan upplýsti fyrir dómi að væru hennar munir, en meðal þeirra voru sömu munir og maðurinn hafði áður auglýst. Við mat á tjóni konunnar leit dómurinn til þess að konan hafi miðað við verð á nýjum munum, sem maðurinn taldi of hátt. Konan lagði fram kvittanir og aðrar staðfestingar á kaupum muna, rúmlega ein milljón króna, en aðrar fjárhæðir byggðu á verðmati hennar sjálfrar. Þá lá fyrir að einhverjir af þeim munum sem maðurinn reyndi að selja voru ónotaðir og nýir, jafnvel enn með verðmiðum. Aðrir munir, sérstaklega dýrari munir eins og sjónvörp og stór heimilistæki voru eldri og notaðir. Bætur til handa konunni þóttu því hæfilega ákvarðaðar 750.000 krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða 868 þúsund krónur í málskostnað í ríkissjóð. Dómsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum. Maðurinn auglýsti eigur konunnar til sölu á Facebook þrátt fyrir að hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að nálgast þær. Áður hafði komið fram að maðurinn hafði ekki afhent konunni búslóð hennar að fullu, samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness árið 2017. Þar krafðist konan þess að munirnir yrðu teknir úr vörslu mannsins en í þessu máli krafði hún manninn um skaðabætur að upphæð 1,5 milljóna króna.„Þarft enga löggu eða vesen“ Forsaga málsins er sú að fólkið var í sambúð og eignuðust saman börn. Þau slitu samvistum árið 2016 en konan flutti út af heimilinu og fór í Kvennaathvarfið ásamt börnum þeirra. Í málinu lágu fyrir útprentanir af fernum smáskilaboðum sem maðurinn sendi konunni eftir samvistarslitin í mars 2016. Í skilaboðunum biður maðurinn konuna ítrekað um að hitta sig og segir hana ekki þurfa „löggu eða vesen“, en fyrir liggur að konan fór á heimili mannsins í lögreglufylgd degi áður en hann neitaði að afhenda eigur hennar. Í fyrstu skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Hef ekkert heyrt frá þér líka varðandi dótið þitt hvort þú vilt fötin þín. Ég verð þá að láta fara með þau í Rauða Krossinn.“ Í þriðju skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Er mjög til í að þú kíkir á mig í kvöld eða morgun og ég hjálpa þér að fylla bílinn. Þarft enga löggu eða vesen. Vil að börnin hafi e-h og þú átt dót og snyrtidót. Eina sem ég bið um í staðinn er stutt spjall yfir kaffi og að fá að kveðja börnin á facetime fyrir háttatíma á morgun.“ Ilmvötn, veski, snyrtivörur og sjónvörp Þá liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanna fólksins. Í tölvupósti lögmanns konunnar til lögmanns mannsins í maí 2016 kemur fram að konan hafi ekki enn fengið eigur sínar þrátt fyrir tvær tilraunir hennar til að sækja þær með lögreglu. Konan varð svo vör við það að maðurinn væri að auglýsa eigur hennar til sölu á sölusíðu á Facebook. Í framhaldinu ítrekaði lögmaður konunnar í fjórum tölvupóstum á tímabili fram til september ársins 2016 hvort mögulegt sé að konan geti nálgast eigur sínar, en fékk engin svör. Einnig var farið yfir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem maðurinn auglýsir til sölu ýmsa muni, meðal annars ilmvötn fyrir konur, kvenmannsveski og snyrtivörur. Einnig liggja fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem vinkona mannsins auglýsir til sölu ýmsa muni sem konan upplýsti fyrir dómi að væru hennar munir, en meðal þeirra voru sömu munir og maðurinn hafði áður auglýst. Við mat á tjóni konunnar leit dómurinn til þess að konan hafi miðað við verð á nýjum munum, sem maðurinn taldi of hátt. Konan lagði fram kvittanir og aðrar staðfestingar á kaupum muna, rúmlega ein milljón króna, en aðrar fjárhæðir byggðu á verðmati hennar sjálfrar. Þá lá fyrir að einhverjir af þeim munum sem maðurinn reyndi að selja voru ónotaðir og nýir, jafnvel enn með verðmiðum. Aðrir munir, sérstaklega dýrari munir eins og sjónvörp og stór heimilistæki voru eldri og notaðir. Bætur til handa konunni þóttu því hæfilega ákvarðaðar 750.000 krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða 868 þúsund krónur í málskostnað í ríkissjóð.
Dómsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira