Innlent

Röktu fótspor grunsamlegs manns í Grafarvogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi á fjórða tímanum í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að kona á göngu með hundinn sinn sá til manns sem hljóp í burtu þegar hann varð hennar var og ók á brott. Hann skildi þó eftir lykla og fjarstýringu.

Lögreglan rakti fótspor mannsins og virtist hann hafa verið að skoða bifreiðar í hverfinu.

Þá sektaði lögrega 9 ökutæki fyrir stöðubrot í Vesturbænum í nótt og stöðvaði sjö ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×