Skiptar skoðanir um ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 18:15 Sjórinn var í það minnsta ekki mjög hlýr við Breiðamerkursand í gær. Mynd/lovísa birgisdóttir Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira