Skiptar skoðanir um ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 18:15 Sjórinn var í það minnsta ekki mjög hlýr við Breiðamerkursand í gær. Mynd/lovísa birgisdóttir Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira