Fótbolti

Rúrik spilaði í dramatískum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sandhausen er í fallbaráttu í B-deildinni
Sandhausen er í fallbaráttu í B-deildinni vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason lék allan leikinn fyrir Sandhausen þegar liðið heimsótti botnlið þýsku B-deildarinnar í fótbolta, FC Ingolstadt, í dag. Rúrik og félagar sömuleiðis að berjast um að halda sæti sínu í deildinni.

Það blés ekki byrlega fyrir Rúrik og félaga því heimamenn komust yfir á 12.mínútu og leiddu með einu marki gegn engu í leikhléi.

Á 55.mínútu jafnaði Kevin Behrens metin fyrir Sandhausen og í uppbótartíma venjulegs leiktíma skoraði Andrew Wooten og tryggði Sandhausen 1-2 sigur.

Með sigrinum lyftir Sandhausen sér upp úr fallsæti en liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu þegar sjö umferðum er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×