Nú sé kominn tími til að ræða staðreyndir Klausturmálsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 20:00 Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25