Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 19:00 Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10