Með framendann fastan í afturendanum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. mars 2019 08:00 Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun