Meira en fjögur þúsund dagar síðan ÍR vann síðast á heimavelli í undanúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 17:30 ÍR-ingar fagna sigri í úrslitakeppninni 2008. Vísir/Valli ÍR-ingar hafa tapað þremur síðustu heimaleikjum sínum í undanúrslitunum úrslitakeppni karla en á morgun verða liðin ellefu ár frá þessum síðasta sigri Breiðholtsliðsins. ÍR-ingar hafa ekki unnið heimaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar síðan fyrir hrun íslenska bankakerfisins. Þeir fá hins vegar tækifæri til að bæta úr því í Seljaskólanum í kvöld. ÍR tekur í kvöld á móti deildarmeisturum Stjörnunnar í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Umfjöllun Domino´s Körfuboltakvölds hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Seljaskólinn hefur samtals hýst sex heimaleiki ÍR-inga í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þangað komst ÍR-liðið einnig 2005, 2008 og 2018. ÍR-ingar töpuðu báðum heimaleikjunum í undanúrslitunum í fyrra sem og síðasta heimaleiknum sínum í undanúrslitunum 2008. Þetta eru því orðnir þrír tapleikir í röð í Seljaskólanum. ÍR-liðið hefur því ekki unnið heimaleik á þessu stigi úrslitakeppninnar síðan 9. apríl 2008 eða í 4016 daga. Sá sigur var óvæntu 94-77 sigur á Keflavík í leik tvö í undanúrslitunum 2008 en með honum komst ÍR-liðið í 2-0 í einvíginu. Sveinbjörn Claessen, núverandi aðstoðarþjálfari ÍR, var stighæstur í þessum síðasta heimasigri í undanúrslitum úrslitakeppninnar en hann skoraði 19 stig á rúmum 24 mínútum í þessum fræga leik. Bandaríkjamaðurinn Nate Brown gaf 18 stoðsendingar á félaga sína og þeir Hreggviður Magnússon (15 stig) og Ómar Sævarsson (12 stig, 10 fráköst og 3 varin) voru einnig öflugir. Þeir sem eru áhugasamir um frekari tölfræði úr þessum síðasta heimasigri ÍR-inga geta skoðað tölfræði leiksins hér eða hér. ÍR fékk síðan þrjú tækifæri til að vinna þriðja leikinn og komast í úrslitaeinvígi en Keflavíkurliðið vann alla leikina og fór síðan og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur á Snæfelli í lokaúrslitunum. Seljaskólinn hefur því ekki skilað mörgum sigrum þegar svo langt er komið inn í úrslitakeppnina. Í raun hefur ÍR-ingum gengið betur á útivelli í undanúrslitaseríum sínum. ÍR er nefnilega með betri sigurhlutfall á útivelli (38%, 3 af 8) en á heimavelli (17%, 1 af 6) í sögu sinni í undanúrslitum úrslitakeppni karla. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir heimaleiki ÍR-liðsins.Heimaleikir ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni karla: 2019 - Leikur tvö 8.4.2019 - ??? 2018 - Leikur þrjú 11.4.2018 - 15 stiga tap fyrir Tindastól (69-84) 2018 - Leikur eitt 4.4.2018 - 7 stiga tap fyrir Tindastól (92-89) 2008 - Leikur fjögur 13.4.2008 - 18 stiga tap fyrir Keflavík (79-97) 2008 - Leikur tvö 9.4.2008 - 17 stiga sigur á Keflavík (94-77) 2005 - Leikur fjögur 29.3.2005 - 25 stiga tap fyrir Keflavík (72-97) 2005 - Leikur tvö 21.3.2005 - 26 stiga tap fyrir Keflavík (72-98) Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
ÍR-ingar hafa tapað þremur síðustu heimaleikjum sínum í undanúrslitunum úrslitakeppni karla en á morgun verða liðin ellefu ár frá þessum síðasta sigri Breiðholtsliðsins. ÍR-ingar hafa ekki unnið heimaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar síðan fyrir hrun íslenska bankakerfisins. Þeir fá hins vegar tækifæri til að bæta úr því í Seljaskólanum í kvöld. ÍR tekur í kvöld á móti deildarmeisturum Stjörnunnar í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Umfjöllun Domino´s Körfuboltakvölds hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Seljaskólinn hefur samtals hýst sex heimaleiki ÍR-inga í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þangað komst ÍR-liðið einnig 2005, 2008 og 2018. ÍR-ingar töpuðu báðum heimaleikjunum í undanúrslitunum í fyrra sem og síðasta heimaleiknum sínum í undanúrslitunum 2008. Þetta eru því orðnir þrír tapleikir í röð í Seljaskólanum. ÍR-liðið hefur því ekki unnið heimaleik á þessu stigi úrslitakeppninnar síðan 9. apríl 2008 eða í 4016 daga. Sá sigur var óvæntu 94-77 sigur á Keflavík í leik tvö í undanúrslitunum 2008 en með honum komst ÍR-liðið í 2-0 í einvíginu. Sveinbjörn Claessen, núverandi aðstoðarþjálfari ÍR, var stighæstur í þessum síðasta heimasigri í undanúrslitum úrslitakeppninnar en hann skoraði 19 stig á rúmum 24 mínútum í þessum fræga leik. Bandaríkjamaðurinn Nate Brown gaf 18 stoðsendingar á félaga sína og þeir Hreggviður Magnússon (15 stig) og Ómar Sævarsson (12 stig, 10 fráköst og 3 varin) voru einnig öflugir. Þeir sem eru áhugasamir um frekari tölfræði úr þessum síðasta heimasigri ÍR-inga geta skoðað tölfræði leiksins hér eða hér. ÍR fékk síðan þrjú tækifæri til að vinna þriðja leikinn og komast í úrslitaeinvígi en Keflavíkurliðið vann alla leikina og fór síðan og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur á Snæfelli í lokaúrslitunum. Seljaskólinn hefur því ekki skilað mörgum sigrum þegar svo langt er komið inn í úrslitakeppnina. Í raun hefur ÍR-ingum gengið betur á útivelli í undanúrslitaseríum sínum. ÍR er nefnilega með betri sigurhlutfall á útivelli (38%, 3 af 8) en á heimavelli (17%, 1 af 6) í sögu sinni í undanúrslitum úrslitakeppni karla. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir heimaleiki ÍR-liðsins.Heimaleikir ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni karla: 2019 - Leikur tvö 8.4.2019 - ??? 2018 - Leikur þrjú 11.4.2018 - 15 stiga tap fyrir Tindastól (69-84) 2018 - Leikur eitt 4.4.2018 - 7 stiga tap fyrir Tindastól (92-89) 2008 - Leikur fjögur 13.4.2008 - 18 stiga tap fyrir Keflavík (79-97) 2008 - Leikur tvö 9.4.2008 - 17 stiga sigur á Keflavík (94-77) 2005 - Leikur fjögur 29.3.2005 - 25 stiga tap fyrir Keflavík (72-97) 2005 - Leikur tvö 21.3.2005 - 26 stiga tap fyrir Keflavík (72-98)
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira