Vilja breyta námi slökkviliðsmanna á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2019 12:48 Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira