Nauðgunardómur mildaður um hálft ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2019 16:00 Húsakynni Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér. Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42