Njarðvíkingurinn Ólafur Helgi Jónsson var hæstur allra leikmanna í plús og mínus í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta.
Njarðvíkingar eru úr leik eftir tap í oddaleik á móti ÍR og tölfræðin sýnir fram á það að Ólafur Helgi hafi spilað alltof lítið í einvíginu.
Ólafur Helgi spilaði í rúma 101 mínútu í einvíginu og Njarðvík vann með 45 stigum á meðan hann var inn á vellinum. Ólafur var á bekknum í rúmar 98 mínútur og þeim tapaði Njarðvíkurliðið með 51 stigi. Þarna er því 96 stiga sveifla.
Ólafur Helgi var með 7,2 stig og 3,2 fráköst í leik í einvíginu en hann hitti úr 6 af 13 þriggja stiga skotum sínum eða 46 prósent. Ólafur setti líka niður öll átta vítaskotin sín.
Næstir á eftir Ólafi Helga voru þeir AnttiKanervo hjá Stjörnunni og MikeDiNunno hjá KR. MikeDiNunno spilaði aðeins þrjá leiki og var því með hæsta plús og mínus að meðaltali eða 14 í leik.
Í fjórða sætinu var síðan ÍR-ingurinn KevinCapers en hann tók út leikbann í einum leikjanna. ÍR vann alla þrjá leikina eftir að KevinCapers kom til baka úr banninu og hann var +41 í þeim þremur leikjum.
Hæsta plús og mínus í átta liða úrslitum:
1. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík +45
2. AnttiKanervo, Stjarnan +43
3. MikeDiNunno, KR +42
4. KevinCapers, ÍR +41
5. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan +41
6. Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan +38
7. PavelErmolinskij, KR +34
8. BrandonRozzell, Stjarnan +31
9. Julian Boyd, KR +28
10. Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þ. +25
Ólafur Helgi sló öllum við í plús og mínus í átta lið úrslitunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn

Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn


Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn



Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn