Hugmyndafræðilegar jarðhræringar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil. Á öðrum flekanum eru gömlu íhaldsöflin. Á hinum eru ný öfl sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á meginlandinu.Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum flekanum standa öfl sem greina málefni á grundvelli fleiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truflandi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pólitík. Þessi öfl viðurkenna að fleiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öfl sem eru frjálslynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreytileikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öfl sem tala fyrir öflugu atvinnulífi og einföldu skattkerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félagslegan stöðugleika. Öfl sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni.Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum flekanum standa svo öfl sem eru föst í ákveðinni fortíðarþrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öflin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðugleika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðugleika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á flekanum hjá þessum öflum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttindamál ber á góma. Þetta eru sömu öfl og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, finnst Trump flottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er allsráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasamstarf.Enga hálfvelgju Sömu fleka má vissulega finna á Alþingi. Sumir flokkar og einstaklingar innan þeirra raða standa nú klofvega á flekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýðræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og fordómum í rökræðu sinni fyrir svart-hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsfleka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málflutningi sínum fá þeir ekki.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar