Skaðabótamáli fyrrverandi rekstraraðila Iðnó gegn borginni vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 11:50 Margrét Rósa Einarsdóttir og Iðnó ehf. sáu um Iðnó um árabil. Mynd/Aðsend/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent