Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Jökull Arngeir Guðmundsson skrifar 2. apríl 2019 14:53 Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar