Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 13:06 Trump var óvinsæll fyrir lok Rússarannsóknarinnar og er það ennþá eftir hana ef marka má kannanir. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15