Suðurnesjaliðin bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 15:00 Jeb Ivey og félagar í Njarðvík enduðu í 2. sæti í deildinni en komust samt ekki í gegnum átta liða úrslitin. Vísir/Bára Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00