Sigurður Gunnar hefur gert „hið ómögulega“ tvisvar sinnum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í einum leiknum á móti Njarðvík. Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00