„Rosaleg áskorun fyrir mig sem leikkonu að fara yfir heila mannsævi á einu kvöldi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2019 10:30 Katrín Halldóra hefur staðið sig vel sem Ellý á sviðinu. Katrín Halldóra Sigurðardóttir er 29 ára gömul og ætlaði sér alltaf að verða leikkona og tók Katrínu þrjár tilraunir að fá inngöngu í Leiklistarskóla Íslands en hún hefur svo sannarlega slegið í gegn í gegn í hlutverki sínu sem Ellý Vilhjálms. Katrín Halldóra bjó lengi á Nesskaupsstað í nokkur ár en var staðráðin í því að flytja suður til þess að læra leiklist. Leikritið Ellý hefur heldur betur slegið í gegn og þegar við hittum Katrínu þá voru sýningarnar 210 talsins og segir hún enga leið að hætta en planið var að hætta sýningum í desember síðastliðinn en það hafi ekki gengið þar sem eftirspurnin væri enn svo mikil og nú er búið að bæta við fleiri sýningum og loka, loka sýningarnar verða í júní. Eva Laufey hitti Katrínu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hún í gegnum hefðbundin vinnudag hjá sér og bar einnig fram ljúffengt salat að hennar hætti. „Ég er mjög mikið í eldhúsinu og alveg elska að elda, mér finnst það svo gaman. Ég elda ógeðslega mikið af kjúklingaréttum og svo var ég að færa mig upp á skaftið um daginn og gerði gúllassúpu um daginn,“ segir Katrín en það kom aldrei neitt annað til greina en að fara í leiklist. Katrín hefur farið á kostum sem Ellý í Borgarleikhúsinu. „Mamma vann í Þjóðleikhúsinu í miðasölunni þegar ég var lítil og í minningunni var ég ógeðslega mikið með henni í vinnunni. Þetta er eiginlega henni að kenna og ég var ekki í venjulegum búðaleik, heldur var ég í miðasöluleik þegar ég var heima að leika mér. Maður horfði svo á þessa leikara og ég var alltaf með þá sem fyrirmynd að verða leikari og hafa það sem atvinnu.“ Hún komst ekki í fyrstu tilraun inn í leiklistarskóla hér á landi og fór þá meira að einbeita sér í söng. Svo þegar hún komst loks inn í skólann náði Katrín að einbeita sér bæði að söng og leiklistinni. Nú er hún á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem Ellý. „Það eiga allir einhverskonar tengingu við Ellý, hvort sem það er góð eða slæm. Flestallir eiga mjög góða tengingu við hana. Ég elska að syngja þessi lög og að leika Ellý er frábært. Hún var alveg mögnuð manneskja og mögnuð fyrirmynd. Þetta er alveg rosalega áskorun fyrir mig sem leikkonu að fara yfir heila mannsævi á einu kvöldi.“ Katrín bauð upp á salat með blönduðu salati, paprikubitum, rauðlauk, rauðrófum, geitaosti, appelsínubitum, kjúkling, ristuðum valhnetum og brómberjum. Dressingin setti punktinn yfir i-ið en Katrín blandaði saman ólífuolíu, balsamikediki, grófu sinnepi, hunangi og salti og hristi þetta vel saman. Girnilegt salat. Sumarsalat Katrínar Blandað salat, magn eftir smekk 2 rauðrófur, forsoðnar 1 sæt kartafla, skorin í litla bita 2 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 1 appelsína Handfylli radísuspírur 150 g ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Brómber, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Kryddið kjúklingabringur með kjúklingakryddi, salti og pipar. Leggið þær í eldfast mót og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfr, eldið í ofni við 180°C í 25-30 mínútur. Skerið sæta kartöflu smátt, kryddið með salti og leggið í eldfast mót. Sáldrið ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20-25 mínútur. Skolið salatið, þerrið og skiptið niður á diska. Skerið papriku, rauðlauk, appelsínu og rauðrófu fremur smátt og setjið yfir salatið. Skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og leggið yfir salatið ásamt sætum kartöflubitum. Geitaosturinn fer næst yfir salatið en magnið fer eftir smekk og það sama á við um brómberin. Í lokin setjið þið radísuspírur og ristaðar valhnetur á salatið. Dresssingin setur punktinn yfir i-ið. 2 dl ólífuolía ½ dl balsamik edik 1 msk gróft sinnep 2 msk hunang 1 tsk salt Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í glasi og hristið vel. Leikhús Salat Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Katrín Halldóra Sigurðardóttir er 29 ára gömul og ætlaði sér alltaf að verða leikkona og tók Katrínu þrjár tilraunir að fá inngöngu í Leiklistarskóla Íslands en hún hefur svo sannarlega slegið í gegn í gegn í hlutverki sínu sem Ellý Vilhjálms. Katrín Halldóra bjó lengi á Nesskaupsstað í nokkur ár en var staðráðin í því að flytja suður til þess að læra leiklist. Leikritið Ellý hefur heldur betur slegið í gegn og þegar við hittum Katrínu þá voru sýningarnar 210 talsins og segir hún enga leið að hætta en planið var að hætta sýningum í desember síðastliðinn en það hafi ekki gengið þar sem eftirspurnin væri enn svo mikil og nú er búið að bæta við fleiri sýningum og loka, loka sýningarnar verða í júní. Eva Laufey hitti Katrínu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hún í gegnum hefðbundin vinnudag hjá sér og bar einnig fram ljúffengt salat að hennar hætti. „Ég er mjög mikið í eldhúsinu og alveg elska að elda, mér finnst það svo gaman. Ég elda ógeðslega mikið af kjúklingaréttum og svo var ég að færa mig upp á skaftið um daginn og gerði gúllassúpu um daginn,“ segir Katrín en það kom aldrei neitt annað til greina en að fara í leiklist. Katrín hefur farið á kostum sem Ellý í Borgarleikhúsinu. „Mamma vann í Þjóðleikhúsinu í miðasölunni þegar ég var lítil og í minningunni var ég ógeðslega mikið með henni í vinnunni. Þetta er eiginlega henni að kenna og ég var ekki í venjulegum búðaleik, heldur var ég í miðasöluleik þegar ég var heima að leika mér. Maður horfði svo á þessa leikara og ég var alltaf með þá sem fyrirmynd að verða leikari og hafa það sem atvinnu.“ Hún komst ekki í fyrstu tilraun inn í leiklistarskóla hér á landi og fór þá meira að einbeita sér í söng. Svo þegar hún komst loks inn í skólann náði Katrín að einbeita sér bæði að söng og leiklistinni. Nú er hún á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem Ellý. „Það eiga allir einhverskonar tengingu við Ellý, hvort sem það er góð eða slæm. Flestallir eiga mjög góða tengingu við hana. Ég elska að syngja þessi lög og að leika Ellý er frábært. Hún var alveg mögnuð manneskja og mögnuð fyrirmynd. Þetta er alveg rosalega áskorun fyrir mig sem leikkonu að fara yfir heila mannsævi á einu kvöldi.“ Katrín bauð upp á salat með blönduðu salati, paprikubitum, rauðlauk, rauðrófum, geitaosti, appelsínubitum, kjúkling, ristuðum valhnetum og brómberjum. Dressingin setti punktinn yfir i-ið en Katrín blandaði saman ólífuolíu, balsamikediki, grófu sinnepi, hunangi og salti og hristi þetta vel saman. Girnilegt salat. Sumarsalat Katrínar Blandað salat, magn eftir smekk 2 rauðrófur, forsoðnar 1 sæt kartafla, skorin í litla bita 2 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 1 appelsína Handfylli radísuspírur 150 g ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Brómber, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Kryddið kjúklingabringur með kjúklingakryddi, salti og pipar. Leggið þær í eldfast mót og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfr, eldið í ofni við 180°C í 25-30 mínútur. Skerið sæta kartöflu smátt, kryddið með salti og leggið í eldfast mót. Sáldrið ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20-25 mínútur. Skolið salatið, þerrið og skiptið niður á diska. Skerið papriku, rauðlauk, appelsínu og rauðrófu fremur smátt og setjið yfir salatið. Skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og leggið yfir salatið ásamt sætum kartöflubitum. Geitaosturinn fer næst yfir salatið en magnið fer eftir smekk og það sama á við um brómberin. Í lokin setjið þið radísuspírur og ristaðar valhnetur á salatið. Dresssingin setur punktinn yfir i-ið. 2 dl ólífuolía ½ dl balsamik edik 1 msk gróft sinnep 2 msk hunang 1 tsk salt Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í glasi og hristið vel.
Leikhús Salat Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira