„Rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 14:30 Halldór er stórstjarna í snjóbrettaheiminum. Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi. Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi.
Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52