Í tillögu að mörkum svæðisins má sjá að það er 2.340 hektarar að flatarmáli. „Mörk friðlandsins eru frá Þambaraflögum, eftir Brunnanúp, að Hálsvörðu gegnum Lambalá, þar sem vötum hallar fram á bjargbrún, í sjó fram og alla leið að landamerkjum við Eyjaskorarnúp frá Melalykkju yfir miðjan Þorsteinshvamm og fylgi línan landamerkjum inn til landsins. Friðlandið nær jafnframt til hafsbotns, lífríkis og vatnsbols 1 km frá landi,“ segir í tillögunni.

Þá er friðlandið sagt hafa mikið vísinda- og fræðslugildi og sé vel þekkt á meðal vísindamanna og fuglaáhugafólks. „Markmið með friðlýsingunni er einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins, með áherslu á búsvæði og afkomu varpfugla sem og að stuðla að fræðslu um fuglalífið í Látrabjargi.
Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda menningarminjar svæðisins. Svæðið hefur mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem heimsækja Vestfirði og mikilvægt er að stýra þeirri umferð með verndarráðstöfunum,“ segir í tillögunni.