Hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók: „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. apríl 2019 19:30 Ronja Björk. Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk. Bókmenntir Krakkar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira