Dómsmálaráherra og fjármálaráðherra hafa sett saman nefnd sem greina á þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Á nefndin að móta afstöðu til þess og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim.
Íslenska ríkið hefur nú í þrígang verið dæmt brotleg gegn fjórðu grein sjöunda kafla samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á réttinn til að vera ekki sóttur til saka eða refsað tvívegis fyrir sama brot.
Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að við vinnu nefndarinnar skal leggja til grundvallar allar þær skýrslur sem unnið hefur verð að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni.
Formaður nefndarinnar er Ása Ólafsdóttir, prófessor, en auk hennar sitja í nefndinni, Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, Björn Þorvaldsson, saksóknari, Ingibjörg Helga Helgadóttir, lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Hinrika Sandra Ingimundardóttir, lögfræðingur.
![Fréttamynd](/static/frontpage/images/kvoldfrettir.jpg)