Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 23:30 Hvíta húsið er með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar. Vísir/Getty Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30