Liverpool vann auðveldan 4-1 sigur á Porto í síðari leik liðanna eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0. Rauðklædda Bítlaborgarliðið mætir Barcelona í undanúrslitunum.
Það var hins vegar meiri spenna og fjör á Englandi þar sem Manchester City vann 4-3 sigur á Tottenham í frábærum knattspyrnuleik en sigurinn dugði City ekki til þess að komast áfram.
City vantaði eitt mark í viðbót til þess að koma sér áfram því Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 og var dramatíkin mikil undir lokin. City skoraði en það var svo dæmt af vegna rangstöðu.
Það og meira til má sjá hér að neðan.
Porto - Liverpool 1-4: