Bað nágranna að njósna um fyrrverandi sambýliskonu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:34 Konan lýsti ítrekuðu ofbeldi mannsins í sinn garð. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira