Vætutíð og vinsældir Hengifoss léku göngustíginn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 16:45 Göngustígurinn er víða illa farinn. Mynd/Adolf Ingi Erlingsson Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes. Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes.
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira