Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun