Þakklæðning á hárri byggingu á Keflavíkurflugvelli að fjúka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. apríl 2019 22:35 Mynd úr safni Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51