Gjaldþrot WOW air getur haft mjög mikil áhrif á rekstur borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 09:08 Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á, að því er segir í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar. vísir/vilhelm Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“ Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“
Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira